|
 |
Prentvæn útgáfa
12. júní 2010 15:18 |
Grillpinnar með hakki og grænmeti |
600 g Nautahakk
6 msk Brauð rasp
2 msk AB-mjólk eða vatn
2 msk Graslaukur/laukur, saxaður
½ tsk Salt
¼ tsk Piparmix
1 stk Paprika, rauð bitar
1 stk Eggaldin sneiðar
10 stk Kirsuberjatómata
1 stk Laukur, stór
8 stk Sveppir
Hrærið saman hakkinu og salti vel bætið svo í raspnum, AB-mjólkinni, lauknum og kryddinu. Látið bíða á meðan grænmetið er skorið í bita sem gott er að þræða upp á grillpinna. Mótið litlar bollur, gætið þess að þær séu hæfilega fastar í sér. Ef deigið er of mjúkt er sniðugt að bæta meiri brauðraspi saman við. Þræðið bollurnar á grillpinnana og grænmetið að vild þar á milli. Grillið pinnana uns tilbúið. Einnig má steikja þá í ofninum. | |
|
Til baka
|
yfirlit uppskrifta
|
 |
 |
|